Kubbur
Bakgrunnur
Fyrrum Eigendur
2012 – Dagsins í dag | Magnús Sigurðsson [Kubbur]
Titlar
Kubbur var smíðaður uppúr tilraunar bíl sem lið Kubbsins var með 2010-2011. Magnús keppti þá á bíl sem var smíðaður í Götubílaflokkinn og var Suzuki Jimny. Í hverri keppni sem Magnús keppti í, bæði hann og liðið punktuðu hjá sér hvað væri að virka og hvað mætti betrumbæta til að búa til ennþá betri bíl. Þegar punktarnir voru orðnir nægilega margir og hnitmiðaðir þeir byrjuðu á smíðunum á Kubb og myndi þeir taka þátt í Sérútbúna flokki. Þrátt fyrir að Kubbur hafi vissa punkta sem teljast vera óhefðbundnir þá hefur hönnunin svo sannarlega skilað sér. Nærrum allt í bílnum er annaðhvort á hvolfi eða snýr afturá bak, nema mögulega ökumaðurinn sjálfur (oftast snýr hann rétt).
Bíllinn er talinn vera einstakur í smíðum því vélin sjálf er staðsett í miðjum bíl og snýr öfugt, miðað við venjulegan bíl, og þar af eru hásingarnar á hvolfi. Þyngdardreifingin í bílum er 50/50 á fram og aftur öxul en þegar ökumaður sest inní bíl færist hlutfallið í 48/52. Sökum þessarar dreifingar og lágum þyngdarpunkt hefur bíllinn mjög góða aksturseiginleika og sérstaklega gott grip (traction).
Á árunum 2012 – 2013 var vélin með vesen og bilaði nokkrum sinnum á keppnistímabilinu, en þar sem það var og er gott lið í kringum bílinn þá var farið í að betrumbæta það. Enda frá árinu 2014 hefur bíllin verið í topp baráttu næstum allar keppnir sem hann hefur tekið þátt í.
Kubburinn er einnig þekktur fyrir vélina sína. Ekki bara því hún snýr öfugt í bílnum heldur hafa næstum allir aðrir torfærukeppnisbílar þessar stóru og aflmiklar V8 vélar, en Kubburinn hefur sýnt það og sannað að það þarf aðeins 4 cylindra vél.