Þegar menn voru í vandræðum að koma bílum á milli landshluta voru góð ráð dýr, en það var Steinar Már Gunnsteinsson sem kom mörgum mönnum til bjargar! Þessi mynd er tekin árið 1992 þar sem hann er að flytja 7 torfærubíla þvert yfir landið til Egilsstaða annað skiptið þetta sama sumar. Hér geta menn séð nokkra bíla sem eru enn þann dag í dag að keppa í torfæru.

Kjúklingurinn (fremsti bíll að ofan) sem var í eigu Reynis Kjúklings (eins og hann var kallaður) sem er nú í eigu Geirs Evert Grímsonar og fer undir nafninu Sleggjan.
Kókómjólkinn (aftari bíll að ofan) sem var í eigu Gunnars Guðjónssonar, en hann seldi bílinn og stendur hann einhverstaðar í Englandi.
Fyrirbærið (fremsti bíll að neðan) sem var í eigu Sigurðar Þórs Jónssonar.
Willys (annar bíll að framan að neðan) sem var í eigu Magga Bergs.

Strumpurinn (fremsti bíll á kerru) sem var og er enn í eigu Steingríms Bjarnasonar. Hann keppir á honum enn í dag.

Willys (annar bíll á kerru) sem var í eigu Guðna Jónssonar. Þessi bíll fer undir nafninu Kölski og er í eigu Ívars Guðmundssonar sem keppir í götubíla flokki.

Galdragulur (þriðji bíll á kerru) sem var í eigu Ragnars Skúlasonar. Sá bíll er nú í höndum á Guðlaugi Sindra Helgasonar og heldur bíllinn sama nafni og þá.
Steinar kvartaði aldrei yfir neinu. Hann ók með bílana með bros á vör og með allt í botni landshornana á milli.