fbpx

Sigurvegarar úr kosningu | Torfærulokahóf 2024

Torfærulokahófs verðlaunaafhending fór fram laugardaginn 5. Október í Skíðaskálnum í Hveradölum. 

Hófið fór fram með prompi og prakt! Við þökkum öllum þeim sem mættu og fögnuðu glæsilegu keppnistímabili með okkur. Það var met mæting, enda ekki við öðru að búast miðað við þátttöku í sumar. Við hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju keppnistímabili! 

Þeir sem misstu af verðlaunaafhendingunni geta séð hverjir unnu netkosninguna hér fyrir neðan. Sum verðlaun þurfti ekki að kjósa um því þau ráðast af reglum, nefndum eða tölfræði. 

Hér eru niðurstöðurnar

Við látum hér fylgja myndböndin sem Jakob Cecil Hafsteinsson klippti fyrir okkur . 

Óla Bikarinn: Torfæruklúbburinn

Nýliði Ársins: Andri Jamil Ásgeirsson

Liða Bikar FOIceland: Víkingurinn Racing Team

Besta & Fyrirmyndar Lið: Jamil Racing

Mestu Framfarir: Andri Már Sveinsson

Tilþrif Ársins: Bjarnþór Elíasson

Klúður Ársins: Ingi Már Björnsson

Velta Ársins: Þór Þormar Pálsson

Veltu Kóngur Ársins: Gunnar Valgeir Reynisson

Besta Keppni Ársins: Isavia Torfæran

Veltu Bíll Ársins : Pjakkurinn