fbpx

Sigurvegarar úr kosningu | Torfærulokahóf 2023

Torfærulokahófs verðlaunaafhending FOIceland fór fram laugardaginn 11. Nóvember í samstafi við Torfæruklúbbinn. Þar var haldin fyrsta Torfærubílasýning í Ingólfhvoli í Ölfusi og fór sú sýning fram með prýði. Alls voru 40 tryllitæki til sýnis í allskonar mynd. Sumir bílar voru tiltökulega tilbúnir til keppnis aftur, meðan aðrir voru í smíðum. Öll flóra af bílum voru til sýnis gamlir sem nýjir. Þökkum við fyrir okkur og óskum Torfæruklúbbinum til hamingju með þetta frábæra framtak. 

Þeir sem misstu af verðlaunaafhendingunni geta séð hverjir unnu netkosninguna hér fyrir neðan. Þó sum verðlaun voru ekki kosinn um því þau ráðast af reglum, nefndum eða tölfræði. 

Hér eru niðurstöðurnar

Við látum hér fylgja myndböndin sem Jakob Cecil Hafsteinsson klippti fyrir okkur . 

Óla Bikarinn: Bára Gunnlaugsdóttir

Nýliði Ársins: Andri Már Sveinsson

Liða Bikar FOIceland: Simbi Racing

Nýsmíði Ársins: Kúrekinn

Nýjung Ársins: Tvíburasmíði Olsen Offroad

Besta & Fyrirmyndar Lið: Simbi Racing

Samfélagsmiða Stjörnur: Rollan Racing

Mestu Framfarir: Ingvar Jóhannesson

Villimaður Ársins: Finnur Aðalbjörnsson

Skemmtilegasti Keppandinn: Andri Már Sveinsson

Tilþrif Ársins: Geir Evert Grímsson

Klúður Ársins: Páll Skjóldal Jónsson

Velta Ársins: Svanur Örn Tómasson

Veltu Kóngur Ársins: Þór Þormar Pálsson

Besta Keppni Ársins: Torfæruklúbburinn (Katlatrack Torfæran við Svínavatn)