English article here
Norður-Evrópumeistaramótið í torfæru (NEZ Championship) og 3. Umferð Íslandsmeistaramótsins lauk nú um helgina þar sem 28 keppendur voru skráðir til leiks og af þeim 4 keppendur frá Noregi. Keppnin átti sér stað á Egilsstöðum í gryfjunum á Mýnesi 6km frá bænum. Keyrðar voru alls 12 brautir og þar af 2 tímabrautir. Áhorfendur voru um 2000 manns og er START Akstursíþróttaklúbburinn hæstánægður með helgina í heild.
Baráttan var hrikaleg og ekki vantaði tilþrifin. Þór Þormar Pálsson sem keyrir um á bíl sem hann kallar THOR vann Tilþrifa Verðlaunin fyrir stökkin og slagsmálin sem hann hafði við brekkurnar. Braut eftir braut sýndi hann svo sannarlega aksturshæfileika sýna. Bíllinn hans er að skila 750+ hestöflum
og var hver hestur notaður í allar 12 brautir.
Atli Jamil Ásgeirsson á bílnum Thunderbolt nældi sér í titillinn Norður-Evrópu meistari í Sérútbúna flokki (Unlimited) með alls 2287 stig. Einnig náði hann að sigra 3. Umferð í Íslandsmeistaramótinu sem varð til þess að hann er nú efstur á blaði til Íslandsmeistara með 50 stig alls. Næst á eftir honum er hann Þór Þormar með 47 stig og í þriðja Ingólfur Guðvarðarson á Guttinn Reborn með 33 stig.
Endanleg Úrslit í Sérútbúna flokki:
1. Atli Jamil Ásgeirsson – 2287 stig
2. Þór Þormar Pálsson – 2091 stig
3. Geir Evert Grímsson – 2050
Atli Jamil stóð sig með prýði á laugardeginum og sýndi hann hæfileika sína bakvið stýrið þar sem hann skreið upp hin bröttustu börð og reyndi að klára brautir með sem minnstu refsistig. Þar náði hann forskoti á keppinauta sína og var 91 stigum á undan Þór Þormari sem var í öðru sæti. Á sunnudeginum í tímabraut (7. Braut) varð bíllinn fyrir smá hnjaski sem varð til þess að hann þurfti að missa út 8. Braut og keyrði svo 9. Braut á aðeins helmings stiga þar sem hann fór aftast í rásröð. Þrátt fyrir þetta þá varð hann stigahæstur og ætti að vera hæstánægður með lið sitt og þennan frábæra árangur.
Í NEZ mótinu var einnig keppt í sérútbúnum götubílum (Modified) þar sem 4 keppendur voru skráðir til leiks. Bjarki Reynisson á Dýrinu var stigahæstur eftir fyrri daginn með alls 100 stiga forystu á Hauk Birgisson á Þeyting. Á sunnudeginu fékk Bjarki áverka á bakið eftir tímabrautina (7. Braut) sem varð til þess að hann tók ekki eins á Dýrinu og hann hafði áætlað. Haukur hinsvegar keyrði eins og hershöfðingi á bílnum sínum. Hann vanalega keppir í götubíla flokki en ákvað að prufa að henda skóflum undir Þeyting í fyrsta skipti og nældi sér í NEZ titilinn í sérútbúna götubíla flokki.
Endanleg Úrslit í Sérútbúnir Götubíla flokki:
1. Haukur Birgisson – 1790 stig
2. Bjarki Reynisson – 1818 stig
3. Ole Kristian Øistad – 713 stig
Steingrímur Bjarnason á Strumpnum sigraði í götubíla flokki í Íslandsmeistaramótinu sem var á laugardeginum með 1500 stig alls. Í öðru sæti var hann Ívar Guðmundsson á Kölska með 1172 stig og í þriðja var Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum með 790 stig. Staðan í mótinu helst óbreytt þar sem Ívar leiðir Íslandsmeistaramótið með 54 stig, þar á eftir er Eðvald Orri með 50 stig og hann Steingrímur í þriðja með 48 stig alls eftir 3. Umferð.
Endanleg Úrslit í Götubíla flokki:
1. Steingrímur Bjarnason – 1500 stig
2. Ívar Guðmundsson – 1172 stig
3. Eðvald Orri Guðmundsson – 790 stig
Næstu umferðir til Íslandsmeistara verða haldnar á Akranesi helgina 21. – 22. Júlí næstkomandi. Upplýsingar um 4 og 5 umferð er hægt að finna hér inná IcelandicFormulaOffroad.com/Akranes
Ljósmyndir frá Guggz Photography