fbpx
Search
Close this search box.

Mun THOR ná að bæta heimsmetið sitt í ár?

Þór Þomar að slá metið á Hellu 2018

Alíslenski torfærubíllinn THOR er ekki ókunnugur metum. Engin bíll í sögu íslensku torfærunnar hefur jafn marga titla undir sínu belti og þessi bíll með 11 Íslandsmeistara titla og 4 alþjóðlega titla.

Í fyrra sló núverandi eigandi bílsins, Þór Þormar Pálsson, Guinness heimsmetið sem það stóð í 88 km/h og fór ánna á Hellu á 102 km/h sem var tekið á lögreglu hraðamæli. Síðan, eftir að hafa tryggt sér Ameríku titilinn 2018 í Bikini Bottoms Off-Road Park fór hann yfir vatnið á 99 km/h. Guinness hefur ekki enn opinberlega viðurkennt heimsmetið, en torfæru aðdáendur allstaðar í heimnum eru að fagna þessum frábæra áfanga. Lið Þórs Þormars hafa fulla trú á ökumanni sínum og eru að gera allt til þess að hann nái enn og aftur hraðasta tímanum á Hellu. Þeir fagna öllum áhorfendum, aðdáendum og hraðamælum sem koma og sjá sögulegan atburð.

Ingólfur á Hellu 2018

THOR er ekki sá eini sem er til í hraðakstur. Við trúum að Ingólfur Guðvarðarson (ökumaður guttinn Reborn) og Haukur Viðar Einarsson (ökumaður Heklu) komist í fréttir eftir Sindratorfæruna á Hellu. Endurgerð Katla Turbo mun einnig mæta á Sindratorfæruna en ekki með þeirra vana ökumann Guðbjörn Grímsson enn mun Top Gear kynnirinn Freddie Flintoff spreyta sig á bílnum á Hellu.

Guðbjörn Grímsson að setja metið 87 km/h á Hellu 2014
Haukur á vatninu í Bikini Bottoms 2018