fbpx

Katla Turbo

Upplýsingar
Ökumenn
Bakgrunnur

Ítarlegar Upplýsingar um Kötlu Turbo

Bakgrunnur

Fyrrum Eigendur

1983 – Núverandi | Guðbjörn Grímsson  [Katla Turbo]

Titlar
Íslandsmeistari
0

Katla fæddist í Wayne, Michiga árið 1972 þegar hún rann stolt út af færibandinu sem 6cil fallega brúnn Ford Bronco með driflokur.  Hún komst í hendurnar á Guðbirni (Bubba) 1983 og hófst þá fljótlega víðtækt breytingarferli því það skildi gerður fjallabíll. 6cil ofurmótorinn fékk frí og í staðin kom 351 með Turbó og nýjar hásingar 44 að framan með ofuröxlum og 60afturhásing sem seinna hvarf fyrir 9″ fljótandi hásingu. Katla var bæði notaður í keppni og á fjöll árin 1986 og 87 en 1988 var farið í framúrstefnulegar breytingar. Bubbi smíðaði alla yfirbygginguna úr plasti og áli lengdi bílinn um 25cm á milli hjóla. Vélin var líka færð aftur og niður  Katla var einnig settur á gorma á aftan sem var breyting sem engin hafði farið í fyrir þann tíma á Íslandi. 

Katla var síðan seld og var hún notuð aðeins á fjöll, en komst síðan aftur í hans eigu ca 10 árum seinna, en var samt höfð áfram fyrir vestan þar sem hún nagaði gras í nokkur ár til.

Það var ekki fyrr en Sigurður Þór Jónsson hringdi í Bubba snemma árið 2011 og spurði hvort það væri nú ekki kominn tími til að byrja á að byggja torfærubílinn.  Og þá hófst seinni keppnisferill Kötlu. Katla var vélalaus og draumurinn hans Bubba var twin turbo mótor ca 700 hestöfl en hann fann Nelson Racing Engine og hann hafði 1640 hestöfl. Það var rúmum 900 hestum betra þá voru hásingarnar of veikar þannig að úr varð að allt drifverk var endurnýjað. Gamla grindin hvarf og í staðinn kom röragrind  0g ný yfirbygging þannig að það var orðið lítið eftir af gömlu Kötlu en eins og smiðurinn sem er búinn að eiga sama hamarinn í 25ár reyndar er hann búnn að skipta um skaftið fjórusinum og hausinn tvisvar.  Þá er þetta hin eina sanna Katla fyrir Bubba enda hefur hann ekki átt neinn annan jeppa. 

Katla hefur þó farið í gegnum aðra endursmíðun sem hófst 2018 og var þá farið í grindina. Bubbi hafði verið að lesa sig til um allskonar hluti sem átti að betrumbæta 2011 smíðina, enn til að gera ferlið auðveldara þá var spaðað 2011 grindina og byrjað frá grunni. Katla léttist alveg talsvert og uppsetningin á spyrnum og dempurum önnur til að gera hana meira stöðugri í brekkunum. 

Guðbjörn Grímsson

Grétar Óli Ingþórsson

Elvar Bjarki Gíslason

Elva Stefans

Kristján Birgisson

Guðni Jónsson

Sigurður Þór Jónsson