fbpx

Akureyri 2018: Nýjar brekkur og brattari stál (VIDEO)

Við hjá Icelandic Formula Offroad tókum smá ferðalag norður á land og heimsóttum Bílaklúbb Akureyrar (BA). Valdimar Geir Valdimarsson tók á móti okkur með bros á vör og sagði okkur aðeins frá plönum hans fyrir 6. og síðustu umferðina í Íslandsmeistaramótinu. Miklar framkvæmdir eiga sér stað inná Akstursíþróttasvæðinu hjá BA og ekki þykir honum leiðinlegt að stækka aðeins börðin og brekkurnar. Við getum gengið að því vísu að Greifatorfæran verði meira spennandi í ár enn nokkru sinni fyrr.