fbpx

Sigurvegarar úr kosningu | Torfærulokahóf 2022

Lokahóf torfæruáhugamanna var haldið 11. Nóvember sl og var það fjölmennasta hófið sem FOIceland hefur haldið til þessa, og viljum við þakka öllum þeim sem mættu til að skemmta sér ásamt viljum við þakka þeim sem hjálpuðu okkur að koma þessu á legginn. Sigurður Ingi Sigurðsson var veislustjóri, og var hann eins filterslaus og við bjuggumst enda var það  bara til að hlæja að, og Jakob C, meistari meistarana, sá um myndbandsskemmtun allt kvöldið. Einnig viljum við þakka starfsfólki Skíðaskálans í Hveradölum fyrir yndislegan mat og frábæra þjónustu…. það er nú ekki lítið mál að halda í við okkur vitleysinga þegar það kemur að kaupa varning í vökvaformi. 

En mál málanna var  auðvitað verðlaunaafhendingum sem almenningur kaus um í vikunni sem leið að hófinu. Einnig veittum við verðlaun fyrir ORI Struts Bikarmótið í USA .
Vert er að minnast á að ekki var kosið um öll verðlaun því þau ráðast af reglum, nefndum eða tölfærði 🙂 

Hér eru niðurstöðurnar

Við látum hér fylgja myndböndin sem Jakob klippti handa okkur 

Óla Bikarinn: Formula Offroad Iceland

Nýliði Ársins: Jón Reynir Andrésson

Liða Bikar FOIceland: Sleggjan Racing

Nýsmíði Ársins: Ótemjan

Nýjung Ársins: Rocker Armur Team THOR

Besta Liðið: Team THOR

Fyrirmyndar Lið: 870 Racing Team

Samfélagsmiða Stjörnur: 870 Racing Team

Mestu Framfarir: Ingvar Jóhannesson

Villimaður Ársins: Ingi Már Björnsson

Skemmtilegasti/Líflegasti Kepp: Geir Evert Grímsson

Tilþrif Ársins: Þór Þormar Pálsson

Klúður Ársins: Haukur Viðar Einarsson

Service Maður Ársins: Team THOR

Velta Ársins: Ingi Már Björnsson

Veltu Kóngur Ársins: Jón Reynir og Ingi Már

Besta Keppni Ársins: Hella