fbpx

Hvað er búið að bæta við Kubbinn fyrir #KOH2020?

Það hefur kannski ekki farið framhjá neinum torfæruáhugamanni að Magnús Sigurðsson, eigandi og ökuþór Kubbsins, muni taka þátt í King of the Hammers nú í byrjun Febrúar. King of the Hammers er í ein stærsta utanvegar akstursíþrótta hátíð sem á sér stað í eyðimörk í Johnson Valley í Kaliforníu. Þetta er 14. árið sem þessi hátíð er haldinn og stendur hún yfir í eina viku, og er keppt í allskonar greinum eins og Can-Am Motorsports UTV King of the Hammers, the Shootout, the Every Man Challenge, the Toyo Desert Invitational (T1 trucks), the Nitto King of the Hammers Ultra4 race, PLÚS the King of the Motos. Í eyðimörkinni safnast saman áhugafólk allstaðar að og eru um 100.000 manns sem mæta á svæðið og keppa. (sjá nánar)

Magnús og hans lið ákveðu að nú skuli alíslenskur torfærubíll taka þátt í þessari risa hátíð í fyrsta skipti. Þegar gámurinn fór til Bandaríkjana í September fyrir 4. árlegu torfærukeppnina í USA í Bikini Bottoms Off-Road Park, þá pökkuðu liðsmenn Kubbs öllu því sem þeir þurftu fyrir þessa ferð og varð bíllinn svo eftir í Tennessee.

Liðið flaug út til þess að klára að gera bílinn tilbúinn fyrir KOH því var hann ekki útbúinn samkvæmt reglum. Þeir hafa nú verið á fullu að uppfæra allt í bílnum svo hann sé löglegur.

Við þurfum að útbúa bílinn mikið til að fylla upp í reglur, einnig þurfum við að útfæra hann töluvert svo hann ráði við verkefnið. Brautirnar eru blanda af “Dakar-Racing” eða eyðimerkurakstri á miklum hraða með klettaklifurs brautir inná milli.

Þeir hafa uppfært demparana sína í ORI STX með forðabúri sem verða með 12″ slaglengd og þola langtíma álag betur en gömlu dempararnir þeirra. Annar millikassi rataði í bílinn sem er með lágadrifi sem er skylda í þessari keppni. Búið er að lækka hlutföllin úr 4:88 í 5:29 svo Kubbur standi sig betur í klettaklifrinu. Einnig opnuðu þeir inná 3ja gírinn í skjálfskiptingunni til að ná meiri endahraða í eyðimerkurakstrinum. Þar sem þetta er mun lengri brautir en þeir eru vanir í torfærunni þá var settur 62L bensíntankur sem var smíðaður samkvæmt ströngum kröfum keppnishaldara. Svo eru þeir með annan auka tank ef þessi dugar ekki.

Það á eftir að koma í ljós þegar við prufum bílinn fyrir keppni hvað hann eyðir í raun mikið. En til öryggis þá erum við búnir að panta 125 gallon af E85 eldsneyti

Ausudekkin fara í smá frí þessa vikuna þar sem þeir setja undir 40″ Nitto Mud Grapple dekk á 17″ raceline beadlock álfelgum. Einnig hafa þeir 2 varadekk með sér og eina aukafelgu, ef ske kynni að eitthvað fari úrskeiðis.

Í reglum stendur að stuðari skal ná fram og aftur fyrir dekk þannig liðsmennirnir þurftu að kippa því í liðinn og suðu stuðara á Kubbinn að framan sem og aftan. 3600kg Come-Up spil var sett á bílinn sem þeir fengu frá Arctic Truck sem þarf til að komast í gegnum sumar klettaklifursbrautir. LED ljóskastarar frá AB Varahlutum voru settir framan á hann og LED bar, bremsu – og viðvörunarljós var sett á han að aftan. Einnig er skylda að vera með flautu í bílunum þannig þeir skelltu einum lúður í hann.

Hljóðkút var komið fyrir þar sem opið púst er bannað vegna eldhættu.

Þar sem þetta er lang-akstur (rúmar 200 mílur) er nauðsynlegt að allt kramið sem vel kælt þannig þeir komu fyrir auka kælir á sjálfskiptinguna, smurolíu og stýri, einnig stækkuðu þeir vatnskassan á vélinni sjálfri svo hún myndi ekki ofhitna.

Í eyðimörkinni er ekkert símasamband og því er komið VHF talstöð fyrir í Kubbnum og þjónustubílnum svo það sé hægt að hafa einhver samskipti. Keppnishaldarar setja GPS tæki á toppinn á keppnistækjunum til þess að keppnishaldarar og áhorfendur geta fylgst með á samfélagsmiðlum heima í stofu eða í Hammertown (pittinum). Í Kubbnum verður síðan spjaldtölva með Bluetooth GPS loftneti sem búið er að hlaða inn leiðinni svo ökumaður rati brautina og villist ekki á leið.

Við ákveðum að fara í slífrekinn 2,4L K24 mótor og er von á honum til okkar rétt fyrir keppni en það hefur tafist töluvert að fá þann mótor í hendurnar. Uppsetningin á mótornum verður með hefðbundnu sniði eða um 650hp. Komin er ný túrbína í bílinn og glugganet fyrir báðar hliðar til að verja ökumenn ef hann fær eitthvað inní bílinn við veltu.

Rykið í eyðimörkinni er einn faktor til að taka með í reikningin enn hitinn er svo hinn. Svo að ökumaður ofhitnar ekki sjálfur var sett upp blásara sem blæs filteruðu lofti inní hjálm ökumanns svo hann sjái hvert hann er að keyra og haldi einbeitingu, því hitamunurinn yfir daginn getur verið 30°c. Þegar fyrstu bílar eru ræstir úr rásmarki er hitastig rétt um frostmark en um 25 – 30°c uppúr hádegi.

Meðan keppninni stendur má aðstoðarliðið hjálpa ökumanni við bílinn á þremum sérmerktum stöðum víðsvegur um brautina og er 10 – 40 mílur á milli þeirra. Á þessum “pitt-stoppum” mega þeir fylla á bensín og fara í smá viðgerðir. Keppendur hafa 13 klst til að klára brautina til þess að tími þeirra sé gildur. Það er ræst 120 – 150 bíla og yfirleitt klára rétt um 60 bílar brautina en einungis 30 – 40 klára innan þessara 13 klst.

Áður en Magnús getur tekið þátt í þessum þolakstri þarf hann að ná fyrst í gegnum undanúrslitin sem eru á Þriðjudaginn 4. Feb kl: 08:00 staðaltíma (16:00 á Íslenskum) og ef hann nær þar í gegn mun hann var ræstur af stað uppúr kl:07.00 Föstudaginn 7. Feb (15:00 á Íslenskum tíma) þar sem ræst er tvo og tvo bíla í einu á 30 sek fresti. 

Það er hægt að fylgjast með Liðsmönnum Kubbs inná Snapchat aðgangi þeirra! Endilega addið þeim HÉR