Lokahófs Verðlaunaafhenging FOIceland
Torfærulokahófs verðlaunaafhending FOIceland í samstafi með Torfæruklúbbnum fer fram í Ingólfshvoli í Ölfusi Laugardaginn 11. Nóvember 2023 kl: 20:00.
FOIceland ásamt Torfæruklúbburinn mun heiðra þá sem verða kosnir sigurvegarar í þessum flokkum að neðan ásamt munum við veita Farandsbikarana sem eru:
- Óla Bikarinn. Þessi bikar er nefndur í höfuðið á Ólafi Leósyni (Óla á Ljónsstöðum) og er veittur sem viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu torfærunnar í heild sinni. Bikarinn getur verið veittur einstakling eða félagasamtökum sem hafa náð að koma torfærunni uppá hærra plan, ekki endilega bara á keppnisstað.
- Nýliða Bikarinn. Þessi bikar er gefinn í minningu Ragnars Heiðar Kristinssonar (Ragga Smið) og er veittur þeim nýliða sem stóð sig best á sínu fyrsta keppnisári.
- Liða Bikarinn. Þessi bikar er veittur samkvæmt reglum, þ.e.a.s. því liði sem nelgdi sér í mestu stigin á keppnisárinu og þar að leiðandi er ekki þörf á kosningu fyrir þennan bikar.
En til að við getum veitt þessa bikara verðum við að fá hjálp frá okkar dyggu torfæruaðdáendum og fá ykkur til að kjósa um sigurvegarann. Aðeins er hægt að greiða atkvæði fyrir einn í hverjum flokk.
Við þökkum fyrir þáttökuna og vonum að sjá sem flesta á Torfærubílasýningunni í Ingólshvoli í Ölfusi helgina 11. – 12. Nóvember.
Við þökkum fyrir þáttökuna og vonum að sjá sem flesta á Torfærubílasýningunni í Ingólshvoli í Ölfusi helgina 11. – 12. Nóvember.
This poll is no longer accepting votes
Athugið að aðeins er hægt að kjósa einu sinni. Passið að þið hafið hakað við hvern flokk áður en það er ýtt á “kjósa” takkann