fbpx

AKUREYRI 2018 – Teaser og Íslandsmeistara pælingar

Spennan er í hámarki og stigataflan til Íslandsmeistara í Torfæru er rafmögnuð. Það munur litlu sem engu á milli top 5 aðila að allir eiga “sjens” að næla sér í einn sjóðheitan titill. Þann 18. Águst mun fara fram 6. og síðasta umferðin í Íslandsmótinu og hafa kapparnir í Bílaklúbb Akureyrar púlað og grafið glænýjar brekkur fyrir strákana að leika sér í. Brekkurnar hjá þeim hafa ávallt verið djarfar og mjög krefjandi enn það var ekki nóg fyrir keppnisstjórann Valdimar G Valdimarsson. Stálin hafa verið stækkuð í von um fleiri tilþrif, hærri stökk og hraða tímabraut. (Hægt er að sjá frekari viðtal við Valda hér)

Atli Jamil leiðir Íslandsmótið eftir 5 umferðir og er með 5 stiga forskot á Þór Þormar. En til að halda þeirri forystu má ekkert klikka hjá kappanum. Í raun geta 5 aðilar nælt sér í þennan sjóðheita titill og þeir 5 aðilar eru nú þegar í topp sætunum eftir Akranes. Jafnspennandi keppni hefur ekki sést hérlendis í dágóðan tíma og eru allir aðdáendur á nálunum yfir þessum niðurstöðum! Þetta verður sannarlega KEPPNI SEM ÞÚ VILT EKKI MISSA AF!

Við tókum saman Íslandsmeistarastigin eins og þau eru í dag og reiknuðum út hvar topp 5 ökumenn gætu endað og hversu mörg heildarstig þeir gætunælt sér í eftir síðustu umferð í Íslandsmeistaramótinu.

***English***

RANKAtli Jamil (79p)Þór Þormar (74p)Ingólfur Guðvarðarson (61p)Haukur Einarsson (58p)Geir Evert Grímsson (54p)
1.9994817874
2.9691787571
3.9489767369
4.9186737066
5.8984716864
6.8782696662
7.8580676460
8.8378656258
9.8176636056
10.8075625955