
Síðast liðinn Laugardag var fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæru 2019. Skipuleggjendur, Flugbjörgurnarsveitin Hella og Akstursíþróttanefnd Umf. Heklu, voru meira en ánægð með útkomuna. Um 5500 manns mættu á keppnina á Hellu til að hvetja þeirra uppáhalds í brekkunum og voru 19 keppendur skráðir til leiks. 4 í Götubíla flokki og 15 í Sérútbúnum. Mikil spenna var fyrir þessa keppni útaf frægu ánni og mýrinni sem er aðeins hægt að sjá hjá Flugbjörgunarsveitinni.
Mikil barátta

Áður en keppnin átti sér stað, aðdáendur inná hópnum “Torfæruáhugamenn” kusu um hvernig úrslitin myndu enda eftir daginn og var núverandi Íslandsmeistari, Þór Þormar Pálsson hátt á þeim lista á meðal Geir Evert Grímsson, Haukur Viðar Einarsson og nýliðinn Skúli Kristjánsson.
Eftir fyrstu 3 brautirnar var Þór Þormar efstur á stigatöflunni og var hann einbeittur að fá gullið í sínar hendur, hinsvegar í tímabrautinni náði hann ekki að klára nema fjórðung brautarinnar og hrundi niður í 11. sæti. Ingólfur Guðvarðarson var með næst besta tímann 00:34,51s og náði hann með því fyrsta sæti með 1171 stig fyrir ánna. Rétt á eftir honum var það Geir Evert sem náði besta tímanum 00:33,61s en aðeins 1140 stig eftir tímabrautina. Á hælunum á þeim báðum var Haukur Viðar.

Tímabrautin á ánni er sú sem allir bíða eftir að sjá. Í fyrra sló Þór Þormar heimsmet með því að keyra á 102km/h yfir ánna og ætlaði hann sér að bæta það í ár. En ekki var lukkan með honum. Annað aftur hjólið var ekki á sama blaði og ökumaðurinn og flaug af eftir að hafa aðeins keyrt helming brautarinnar. Hann hélt hinsvegar áfram akstri þar til starfsfólk stöðvuðu hann áður enn hann hafði tækifæri á að fleyta.

Haukur Viðar Einarsson náði besta tíma og hraða á ánni. Tíminn hans var 00:32,87s og ók hann á 98km/h. Þrátt fyrir að ná ekki metinu hans Þórs, Haukur brosti allan hringinn og var sáttur með árangurinn sinn og endaði í 3. sæti fyrir síðustu braut.
Geir Evert var aðeins 30 stigum á eftir Ingólfi fyrir ánna en náði hann að bæta það upp með frábærum akstri. Hann var með næst besta tímann og náði vera 2 stigum fyrir ofan Ingólf fyrir mýrina.

Síðasta brautin var sú sem myndi skera úr úrslitum fyrir 1. umferðina. Geir Evert var fyrstur í mýrina og náði að klára hana með 1774 stig alls og gullið, sem er hans fyrsti sigur á sínum torfæru ferli, á eftir honum var Ingólfur með 1712 stig og í 3. sæti var Haukur Viðar með 1638 stig alls.
Nýsmíði tekur gullið
Úrslitin í Götubíla flokki kom sumum á ávart. Steingrímur Bjarnason hafði gullið í höndum sér fyrri helming keppninnar þar til hann náði ekki að klára tímabrautina á ánni. Því miður náði hann aðeins að klara 75% af brautinni meðan nýliðinn Óskar Jónsson var sú eini í þeim flokki að klára brautina. Það varð til þess að hann tók fyrsta sætið af Steingrími og hafði 30 stiga forskot fyrir mýrina.

Pressan var á Óskari fyrir síðustu brautina til að viðhalda sínu forskoti. Óskar kláraði keppnina með 1382 stig alls og á eftir honum var Steingrímur með 1365 stig. Í 3. var Jakob Nielsen með 1151 stig og 4. Jakob Pálsson með 335 stig, báðir nýliðar í sportinu.