fbpx

Simbi Racing – Viðtal í Fullri Lengd 2019

Við fórum og heimsóktum nýsmíðaða torfærubílinn Simbi Racing og fengum að vita aðeins meira hvað þeir eru með í bílnum hjá sér og hver þeirra markmið eru. Eigandinn og ökumaður, Skúli Kristjánsson, segist ætla keppa í öllum umferðum Íslandsmeistaramótsins hérlendis (sjá dagsetningar hér) og taka þátt í NEZ Bikarinum sem fer fram helgina 24. – 25. Maí í Hønefoss, Noregi.

Þetta mun þó ekki vera fyrsta skipti sem Skúli spreytir sig í torfærunni. Árin 2016 og 2017 keppti hann á Akranesi í götubílaflokk á bílnum, Pjakkurinn, sem er í eigu Eðvalds Orra Guðmundssonar. Hann sigraði báðar umferðirnar sem hann tók þátt í en í ár mun hann prufa sig áfram á eigin bíl í sérútbúna flokknum.

Við getum ekki beðið eftir því að sjá hann í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Hellu þann 4. Maí.

FOIceland.com uses cookies to personalise your experience.
By using our website you agree to our Cookie Settings, but you can opt-out if you wish.