Sindratorfæran 2020 verður haldin 2. Maí á Hellu.
Að venju er það Flugbjörgunarsveitin Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. HEKLU sem munu gera daginn ógleymanlegan fyrir keppendur og áhorfendur.
Gryfjurnar eru staðsettar við Gunnarsholtsveg
GPS: N 63° 49.807′, W 20° 20.148′
Miðarnir eru seldir við innganginn og þið getið flýtt fyrir posastíflunni með því að vera með pening. 2.500 kr frítt fyrir 12 ára og yngri
Áhorfendum er óheimilt að vera á vélknúnum ökutækjum á áhorfendasvæðunum.