fbpx

Æsispennandi keppni á Skaganum í dag!

 Nú hefur 4 umferð í íslandsmeistaramótinu verið lokið sem fór fram á Akranesi fyrr í dag. Spennan var í hámarki í allan dag! Frá og með að fyrsta bíl var flaggað í braut frá því að síðast bíll keyrði í gegnum endamarkið. Hungrið í gullið glampaði í augum keppenda og það sást langar leiðir. Baráttan var það mikil og jöfn að efstu tveir í báðum flokkum enduðu með jafn mörg stig samtals.

Tilþrif Dagsins myndband eftir Jakob C

Í Sérútbúna flokki var það hann Ingólfur Guðvarðarson (Ingó) á Guttinn Reborn sem náði að næla sér inn hans fyrsta sigur síðan hann byrjaði að keppa í íslenskri torfæru og gat hann ekki falið gleði sína. Það var síðasta brautin í dag sem hann náði að skara sig framúr honum Atla Jamil á Thunderbolt og náðu þeir báðir 1650 stigum alls. Þegar þessi óvenjulega staða kemur fyrir er farið yfir hver hefur unnið flestu brautirnar yfir daginn og sá aðili tekur bikarinn heim og það var 6. Og síðasta brautin sem skar út um sigur.

Ingó keyrði eins og herforingi í allan dag. Hann var þolinmóður, gekk allar brautir og velti fyrir sér öll hlið og hvernig væri best að tækla þau svo hann myndi ná að sigra samkeppnisaðila sína. Hann lét ekki þungan af gullinu halda sér niðri. Honum langaði í sigur, og því náði hann.

Atli Jamil barðist með dáð. Eftir að hafa sigrað bæði 2. Umferð og 3. Umferð í íslansmótinu þá var hann keppandinn til að sigra. Hann var sjálfum sér samkvæmur og kleif upp bröttustu brekkurnar með öryggi en því miður var það ekki nóg í þetta skipti.

Kristján Finnur Sæmundsson á Verktakanum sýndi sig og sannaði þegar hann klifraði upp stigatöfluna á nýsmíði hans. Bíllinn er búin að vera að fúska og verða með leiðindi enn í dag fór allt fram yfir björtustu vonir. Kristján og hans lið smíðuðu bílinn síðasta vetur og hafa verið að stilla hann og fínpússa síðustu keppnir en í dag náði þeir honum uppá annað stig. Stöðugur akstur kom honum hærra og hærra upp stigatöfluna og getum við alveg búist við því að hann haldi sér á þessum gullna veg.

-Sjá Stigatöfluna braut fyrir braut-

Í Götubíla flokki var það einnig sama sagan og í sérútbúna. Steingrímur Bjarnason (Steini) og Ívar Guðmundsson voru jafnir í enda dags. Steini var ákveðinn og keyrði allar brautir með sjálfsöruggið í hámarki sem á endanum færði honum gullið. Kannski hann sé kominn á gott sigur skrið eftir síðustu umferð. Við allaveg vonum að hann standi sig einnig á morgun.

Ívar Guðmundsson hékk í skottið á honum Steina alla keppnina og sýni að hann væri sannur keppinautur, en því miður var það ekki nóg í þetta skipti. Hann keyrði vel og ákveðið en verður hann að sætta sig við silfrið þessa umferðina.

Eðvald Orri Guðmundsson á Pjakknum var í þriðja sæti í dag aðeins 190 stigum á eftir Ívari og Steina. Við vonum að hann nái betri árangri á morgun. Við vitum öll að drengurinn hefur það í sér!

-Sjá Stigatöfluna braut fyrir braut-

Keppnin í heild var glæsileg og ekki síst spennandi. Brautirnar voru djarfar og tóku á bæði ökuleikni keppenda og jarðbundinni einbeitingu á hvert hlið til að ná fullu húsi stiga. Sumir voru að flýta sér of mikið og nældu sér í óþarfa refsistig. Sumir áttu bara slæman keppnisdag og vona að gera betur á morgun. Sumir tóku á sig veltur og urðu fyrir hnjaski. Sumir voru kannski í tæknilegum erfiðleikum og aðrir voru bara að skrúfa til að halda bílnum í keppni. Þrátt fyrir þetta, þá er að allt hluti af reynslunni. Unaðurinn, titringurinn í moldinni þegar bílanir keyra framhjá, slátturinn á hljóðhimnuma þegar þeir eru að berjast við að komast upp bröttustu börðin og að sjálfsögðu fylgjast með liðinu í heild fagna saman þegar allt gengur eins og í sögu.

Frábær dagur! Keppnishaldararnir, Torfæruklúbbur Suðurlands stóðu sig með prýði í dag og verðskulda hrós, einnig allir starfsmenn sem hjálpuðu til í brekkunum.

Sjáumst hress á morgun aftur uppá Akranesi fyrir Gastec Torfæruna!

Ljósmyndir eftir SvenniHarMotorsportMyndir

FOIceland.com uses cookies to personalise your experience.
By using our website you agree to our Cookie Settings, but you can opt-out if you wish.